24.11.2006

Starfsmenntaverðlaunin 2006 í okkar hlut!

Starfsmenntaverðlaunin 2006 voru afhent á föstudag og í flokki fyrirtækja hlaut Alcan verðlaunin. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við skemmtilega athöfn að viðstöddu fjölmenni í Húsi atvinnulífsins en þetta er í annað sinn á sex árum sem Starfsmenntaverðlaunin koma í okkar hlut.

Við erum stolt af þeim mikla heiðri sem starfsmönnum og fyrirtækinu er sýndur með verðlaununum en að baki þeim stendur Mennt, samstarfsvettvangur aðila vinnumarkaðarins, skóla á framhalds- og háskólastigi og sveitarfélaga.

Starfsmenntaverðlaunin hlýtur Alcan fyrir starfsemi Stóriðjuskólans, en hann hefur frá árinu 1998 gegnt lykilhlutverki í rekstrinum og ítrekað sannað gildi sitt.  Nærtækasta dæmið er sá árangur sem náðist á liðnu sumri eftir að alvarleg rafmagnsbilun olli rekstrarstöðvun í kerskála 3. Með ótrúlegum hætti tókst að koma kerskálanum aftur í gang tveimur mánuðum fyrr en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir og það er okkar skoðun að tilvist Stóriðjuskólans hafi þar skipt sköpum. Með honum hefur byggst upp mikil fagleg þekking á rekstrinum auk þess sem skólinn hefur tryggt ákveðna samræmingu meðal starfsmanna.

Við metum Starfsmenntaverðlaunin mikils og þau verða okkur hvatning til að gera enn betur á komandi árum. Við þökkum öllum sem komið hafa að rekstri Stóriðjuskólans fyrir samstarfið og óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Smelltu hér til að fræðast nánar um Mennt, samstarfsvettvang atvinnulífs og skóla.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar