25.01.2007

73% Hafnfirðinga telja starfsemi álversins hafa mikla þýðingu fyrir bæinn

Tæp 51,5% Hafnfirðinga eru andvíg stækkun álversins í Straumsvík en rúm 39% hlynnt samkvæmt viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði í desmber fyrir Alcan. Þrír af hverjum fjórum Hafnfirðingum töldu hins vegar að starfsemi álversins hefði mikla þýðingu fyrir Hafnarfjarðarbæ og mikill meirihluti svarenda (68,1%) taldi álverið vera góðan vinnustað. Níu af hverjum tíu Hafnfirðingum töldu líklegt að þeir tækju þátt í íbúakosningum um stækkun álvers Alcan í Straumsvík og rúmlega 71% mikinn áhuga á að vera upplýst um röksemdir fyrir stækkun. Yfir helmingur Hafnfirðinga, eða um 58%, er ánægður með störf Alcan á Íslandi en 16% eru óánægð.

Spurt var um frammistöðu Alcan í umhverfismálum og mengunarvörnum og telja sex af hverjum tíu Alcan standa sig vel í umhverfismálum og rúm 61% töldu fyrirtækið standa sig vel í mengunarvörnum. Tæpur fjórðungur bæjarbúa taldi Alcan hins vegar standa sig illa á þessum sviðum og ljóst er að fyrirtækisins býður það verkefni að greina með skýrari hætti frá þeim frábæra árangri sem náðst hefur í umhverfismálum. Einnig var spurt um frammistöðu Alcan í öryggismálum og taldi yfirgnæfandi meirihluti bæjarbúa, eða rösklega 85%, að fyrirtækið stæði sig vel í öryggismálum.

Þegar svarendur voru beðnir að meta hversu mikil eða lítil áhrif ákveðnir þættir hefðu á afstöðu þess til stækkunar álversins kom í ljós, að bæjarbúar töldu mögulega loftmengun hafa mest áhrif. Næst mest vægi hafði möguleg sjónmengun og þar á eftir komu beinar tekjur Hafnarfjarðar af álverinu.

Frá því könnunin var gerð í desember síðastliðnum hefur mikil umræða verið um málefni álversins og áhugi á málinu almennt aukist. Þá verður að teljast líklegt, að sú sögulega þverpólitíska niðurstaða sem náðist um deiliskipulag Straumsvíkursvæðisins og kynnt var í vikunni muni hafa mikil áhrif á umræðuna framundan, ekki síst vegna 70% minnkunar á svokölluðu þynningarsvæði umhverfis álverið sem samkomulagið kveður á um. Umrædd deiliskipulagstillaga er mjög metnaðarfull og þar er t.a.m. gengið mun lengra en áður hefur verið gert á Íslandi hvað varðar umhverfisleg markmið.

Úrtakið var 1500 manns búsettir í Hafnarfirði á aldrinum 18-70 ára. Svarhlutfallið í könnuninni var 56,4%.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar