26.02.2007

Samtökin Hagur Hafnarfjarðar styðja stækkun!

Samtökin Hagur Hafnarfjarðar hvetja Hafnfirðinga til að samþykkja stækkun álversins í Straumsvík í íbúakosningum sem fram fara 31. mars næstkomandi. Hagur Hafnarfjarðar eru samtök fyrirtækja sem þjónusta álverið, einstaklinga sem eiga afkomu sína undir framtíð álversins og fólk sem vill tryggja áframhaldandi blómlegt atvinnulíf í Hafnarfirði.

Samkvæmt frétt á vef samtakanna (www.hagurhafnarfjardar.is) telur stjórn þeirra einsýnt að ef stækkunin verði ekki samþykkt þá muni fjara undan álverinu og að það loki í nálægri framtíð, hugsanlega árið 2014 þegar raforkusamningar renna út. Þetta muni fyrst bitna á þeim fyrirtækjum sem þjónusta álverið og þeirra starfsfólki.

Í sömu frétt segir réttilega að ríflega 800 íslensk fyrirtæki séu birgjar og þjónustuaðilar álversins í Straumsvík - þar af eru ríflega 100 fyrirtæki staðsett í Hafnarfirði sem lætur nærri að vera fimmta hvert fyrirtæki í sveitarfélaginu. Komi til þess að álverið dragi úr starfsemi sinni er ljóst að þessi fyrirtæki veikjast mjög að mati samtakanna og mörg hver myndu hætta starfsemi. Þúsundir Íslendinga eigi afkomu sína undir þessum fyrirtækjum og því sé í rauninni verið að kjósa um störf og lífsafkomu þess fólks þann 31. mars. Í fréttinni segir að þessar staðreyndir hafi verið uppnefndar hræðsluáróður en því hafna samtökin en viðurkenna fúslega að þau hræðist þá framtíð sem samdráttur á starfsemi álversins hefði í för með sér.

Samtökin hafa kynnt sér vel áform álversins um stækkun og telja áhyggjur af umhverfismálum ekki á rökum reistar. Mengunarvarnarbúnaður og stöðugt eftirlit mun tryggja farsælt sambýli Hafnfirðinga og álversins.

Sjá nánar á www.hagurhafnarfjardar.is


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar