26.09.2007

Ál er frábær leið til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

Samkvæmt nýrri rannsókn, sem alþjóðleg samtök álframleiðenda kynntu nýlega, stuðlar notkun áls í framleiðslu fólksbifreiða bæði að minni losun gróðurhúsalofttenda og minni orkunotkun. Í rannsókninni er sýnt fram á að sé litið til heildarlíftíma fólksbifreiða, sem framleiddar voru árið 2006, er líklegt að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum minnki um jafngildi 140 milljóna tonna af koltvísýringi og orkunotkun minnki um jafngildi 60 milljarða lítra af hráoliú vegna notkunar áls.

Marlen Bertram, sem starfar hjá Alþjóðlegu álstofnunnini, IAI, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á ráðstefnu um ál og flutninga í Dalian í Kína í júlí síðastliðnum. Í erindi sínu fór hún meðal annars yfir niðurstöður rannsókna umhverfis- og orkurannsóknastfnunarinnar í Heidelberg í Þýskaldndi. Rannsóknin leiddi í ljós að með því að auka notkun áls í fólksbifreiðmum, vöruflutningabireiðum, járnbrautavögnum, flugvélum og skipum mætti minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 660 milljónir tonna á ári, eða sem nemur um 9% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Hún kynnti einnig nokkur raunveruleg dæmi um hvernig notkun áls hefur dregið úr þyngd farartækja á síðustu árum.
“Niðurstöður okkar eru byggðar á rannsóknum Umhverfis- og orkurannsóknastofnunarinnar í Heidelberg í Þýskalandi og líkani sem við höfum hannað í rannsóknum okkar. Líkanið tekur inn í reikninginn alla losun gróðurhúsalottegunda við frameleislu álsins, við notun faratækjanna og förgun þeirra. Útreikningar okkar eru ennfremur byggðir á opinberum upplýsingum um hvernig notkun áls og léttra álblandna hefur áhrif á þyngd bifreiða og annarra fyaratækja,” sagði Marlen Bertram.
Hægt er að nálgast ítarlega skýrslu um niðurstöður rannsóknanna hjá Alþjóðlegu álstofnuninni: www.world-aluminium.org

-Úr Íslenskum iðnaði


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar