05.01.2012

Samtökin Barnabros njóta góðs af öryggisátaki

Þróunarverkefni Rio Tinto Alcan á Íslandi er nú í fullum gangi og fjöldi starfsmanna og verktaka vinna að endurbótum og uppfærslu á verksmiðjunni. Helsta forgangsmál Rio Tinto Alcan er að hámarka öryggi þeirra sem vinna á svæðinu. Meðal aðgerða sem við höfum gripið til í þeim efnum er innleiðing svokallaðra "samskiptakorta", en á þeim gefst verktökum færi á að koma á framfæri ábendingum um aðgerðir sem geta haft jákvæð áhrif á öryggi þeirra sem vinna á svæðinu, heilsu og starfsumhverfi.

Þessi kort hafa reynst vel og í ljósi þess var ákveðið að setja af stað sérstakt átak sem miðar að því að fá sem flestar ábendingar frá verktökum. Ætlunin er að styrkja góðgerðasamtök um ákveðna fjárhæð fyrir hvert samskiptakort sem skilað er inn. Óhætt er að segja að viðtökurnar hafi verið góðar því fjöldi ábendinga jókst um 80% frá fyrri mánuði.

Fyrstu góðgerðasamtökin sem njóta góðs af þessu átaki er samtökin Barnabros, en þau hafa það markmið að laða fram bros sem flestra barna á Íslandi, og hlutu samtökin 180.000 krónur í styrk. Stefnt er á að veita styrki vegna innsendra korta reglulega og gefst verktökum kostur á að kjósa um hvaða góðgerðasamtök skuli styrkja hverju sinni. Andrea, fulltrúi Barnabrosa veitti styrknum móttöku og sagði hann myndu gleðja mörg börn sem virkilega þurfa á því að halda. Hún vildi jafnframt þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum til að leggja samtökunum lið.

Átakið mun halda áfram á meðan þróunarverkefni Rio Tinto Alcan á Íslandi stendur yfir, og hvetjum við því verktaka til að gera enn betur næstu mánuði í skilum korta og láta þannig gott af sér leiða til þeirra sem á þurfa að halda.

 

Eyþór Sigfússon, leiðtogi heilsu-, öryggis- og umhverfismála í þróunarverkefni Rio Tinto Alcan á Íslandi, afhendir Andreu hjá Barnabrosum afrakstur mánaðarins.


 


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar