27.11.2012

2,7 milljónum úthlutað úr Samfélagssjóði

Álverið í Straumsvík úthlutar nú í þriðja sinn á árinu úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan á Íslandi. Sjóðurinn styrkir verkefni í ýmsum málaflokkum sem endurspegla þau gildi sem fyrirtækið leggur áherslu á.
Að þessu sinni voru teknar fyrir styrkumsóknir sem bárust sjóðnum frá 1. júní til og með 30. september 2012. Gildar umsóknir voru 49 talsins og fór svo að 14 verkefni hlutu styrk. Heildarfjárhæð styrkja í þriðju úthlutun ársins nam 2,7 milljónum króna.

Á árinu hafa sjóðnum borist 160 styrkumsóknir. Af þeim hafa 36 verkefni hlotið styrki fyrir alls 10,2 milljónir króna

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan í þriðju úthlutun ársins 2012:

  • Hvaleyrarskóli, til kaupa á hjólagrindum og sýnileikavestum – 450.000 kr.
  • Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, vegna heilsufarsmælinga á ferðinni – 400.000 kr.
  • Skákakademían, vegna starfs meðal fólks með geðraskanir – 300.000 kr.
  • GoRed fyrir konur á Íslandi, vegna framkvæmdar átaksins 2013 – 250.000 kr.
  • UNICEF, vegna skýrslugerðar um forvarnir og verndun barna – 200.000 kr.
  • Hafnarborg, vegna hádegistónleika – 200.000 kr.
  • Verkfræðingafélag Íslands, vegna útgáfu 100 ára sögu félagsins – 200.000 kr.
  • Heimilisiðnaðarfélag Íslands, vegna 100 ára afmælis félagsins – 175.000 kr.
  • Raddir Reykjavíkur, vegna menningar- og velferðarmála – 125.000 kr.
  • Stofnun um fjármálalæsi, vegna þróunar á sérhæfðu námsefni til að auka fjármálalæsi – 100.000 kr.
  • Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing, vegna endurnýjunar á húsbúnaði – 100.000 kr.
  • Bandalag kvenna í Reykjavík, vegna Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna – 100.000 kr.
  • MPM félagið, vegna ráðstefnuhalds – 50.000 kr.
  • Landssamtök Sauðfjárbænda, til stuðnings bændum vegna fjárskaða og tjóna – 50.000 kr.

« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar