04.07.2013

Bilun í hljóðdeyfi löndunarkrana

Hljóðdeyfir súrálslöndunarkrana álversins bilaði í gær. Af þeim sökum drynur talsvert í honum á meðan súráli er landað en sú vinna fer fram allan sólarhringinn þar til löndun lýkur.

Gera má ráð fyrir að þetta valdi nágrönnum álversins einhverju ónæði, en það mun að mestu ráðast af vindátt.

Löndun stendur nú yfir og henni lýkur á mánudag.

Næsta löndun verður um næstu mánaðamót og mun líklega standa yfir í um sex sólarhringa. Því miður er ljóst að ekki verður búið að gera við bilunina þá, vegna þess að varahlutur er ekki til á landinu og mun ekki berast fyrr en eftir 6-8 vikur.

Vonast er til að viðgerð verði lokið þegar landað verður um mánaðamótin ágúst-september en brugðið gæti til beggja vona með það.

Við biðjumst afsökunar á því ónæði sem þessi bilun kann að valda nágrönnum okkar.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar