20.01.2015

Útskrift Stóriðjuskólans

Rio Tinto Alcan á Íslandi útskrifaði í dag átjánda námshópinn úr grunnnámi Stóriðjuskólans sem fyrirtækið hefur starfrækt í rúm sautján ár eða frá árinu 1998.

Þrettán nemendur útskrifuðust í dag, sex konur og sjö karlar. Þar með hafa 232 starfsmenn álversins í Straumsvík lokið námi við skólann.

Námið í Stóriðjuskólanum er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu og fæst því metið til eininga á stúdentsprófi. Grunnnám skólans eru þrjár annir, alls 344 kennslustundir. Um kennsluna sjá sérfræðingar hjá álverinu og kennarar frá Borgarholtsskóla. Kenndar eru bæði almennar námsgreinar sem og sértækir áfangar sem lúta að starfsemi álversins. Sú nýbreytni var á náminu að þessu sinni að í fyrsta sinn var sérstakur áfangi um jafnréttismál.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði útskriftarhópinn við athöfnina í dag sem og Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. Rannveig sagði að Stóriðjuskólinn hefði fyrir löngu sannað gildi sitt og sæjust þess ótvíræð merki víða í rekstrinum. Framleiðsla í kerskálum hefði á liðnu ári í fyrsta sinn farið yfir 200 þúsund tonn og í steypuskála væru nú framleiddar flóknari og verðmætari vörur en áður; allt fæli þetta í sér margvíslegar áskoranir sem starfsfólk hefði mætt með aukinni þekkingu og færni.

Bjarni Bjarnson var dúx með einkunnina 9,5. Semidúx var Jóhanna Bárðardóttir með einkunnina 9,1. Jafnar með þriðju hæstu einkunn eða 9,03 voru Laufey Ingibjörg Stefánsdóttir og Sesselja Hrönn Pétursdóttir.

Viðurkenningu fyrir 100% mætingu fengu Hulda Ösp Þórisdóttir og Jónas Henning Óskarsson.

Aðrir útskriftarnemar voru Albert Símonarson, Anna Ósk Óskarsdóttir, Elvar Atli Konráðsson, Hilmar Þór Ævarsson, Magnús Ingi Rafnsson, Rannveig Hlíðar Guðmundsdóttir og Raymond Normann Larssen.


Útskriftarhópurinn við athöfnina í Straumsvík í dag ...

... og fleiri myndi frá athöfninni:

 


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar