Eigendur og stjórn

Rio Tinto á Íslandi hf. er að fullu í eigu Rio Tinto sem er alþjóðlegt námafélag með höfuðstöðvar í London. Félagið var stofnað árið 1873 utan um koparvinnslu á Spáni. Álsvið félagsins, Rio Tinto Aluminium (RTA), er einn stærsti álframleiðandi heims og hefur höfuðstöðvar í Montreal í Kanada. Frekari upplýsingar um Rio Tinto eru á heimasíðu félagsins, www.riotinto.com.

Stjórn Rio Tinto á Íslandi hf. er skipuð sjö einstaklingum. Fjórir stjórnarmenn auk stjórnarformanns sitja í stjórninni fyrir hönd eigenda en ríkisstjórn Íslands á tvo fulltrúa í stjórninni samkvæmt upphaflegum samningi við stjórnvöld um stofnun fyrirtækisins.

Stjórn Rio Tinto á Íslandi hf.

  • Jean-Francois Claude A. Faure, stjórnarformaður
  • Etienne Jacques
  • Maria Tournas
  • Brynjólfur Bjarnason
  • Katrín Pétursdóttir
  • Margrét Sanders*
  • Magnús Júlíusson*

*Fulltrúi ríkisstjórnar Íslands