Úthlutanir 2009

Tvær úthlutanir úr Samfélagssjóði Alcan fóru fram árið 2009. Alls hlutu 50 aðilar styrk úr sjóðnum á árinu en ríflega 100 umsóknir bárust. Rannveig Rist forstjóri afhenti vinningshöfum peningaverðlaun sem voru á bilinu 50 þúsund krónur upp í eina milljón króna. Heildarúthlutun sjóðsins árið 2009 nam um 14.000.000 kr.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk úr sjóðnum:

Styrkir að upphæð 1.000.000 kr.

  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar - Til kaupa á trjáplöntum til að gróðursetja í 10 hektara ræktaðanreit við Hvaleyrarvatn sem skemmdist í bruna
  • Rannveig Anna Guicharnaud - Vegna mastersverkefnis um lífrænt niðurbrot PCB í jarðvegi

Styrkir að upphæð 900.000 kr.

  • Ungmennahreyfing Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins - Til reksturs á ungmennastarfi

Styrkir að upphæð 700.000 kr.

  • Prímadonnur Íslands (Auður Gunnarsdóttir o.fl.) - Til tónleikahalds í Víðistaðakirkju til styrktar Mæðrastyrksnefnd

Styrkir að upphæð 500.000 kr.

  • Björg Guðjónsdóttir o.fl. - Til að þróa tæki fyrir mikið hreyfihömluð börn, sem nauðsynlegt er til að rannsaka nýjar aðferðir til að styrkja bein þeirra
  • Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla - Til að reka sumarbúðir fyrir börn
  • Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu - Til að rek félagsheimilið Krika við Elliðavatn
  • Skátafélagið Hraunbúar - Til að halda úti stöðugildi verkefnisstjóra
  • Björgunarsveitin Skyggnir, Vogum - Til kaupa á björgunarbát
  • Byggðasafn Hafnarfjarðar - Til að koma gömlum báti, Fleyg ÞH 310 í upprunalegt horf
  • Einar Búi Magnússon - Vegna samstarfs við Harvey Mudd College í Kaliforníu um þróun aðferðar til að framleiða rafmagn úr hita
  • Lögreglan á Selfossi - Til kaupa á tækjabúnaði til að mæla aflögun ökutækja í alvarlegum umferðarslysa

Styrkir að upphæð 400.000 kr.

  • Verkfræðingafélag Íslands - Vegna ritunar á sögu kvenna í verkfræði

Styrkir að upphæð 350.000 kr.

  • Jónas G. Halldórsson - Vegna taugasálfræðilegra rannsókna á afleiðingum höfuðáverka barna og unglinga

Styrkir að upphæð 300.000 kr.

  • Bjarmalundur, ráðgjafarstofa um Alzheimer og öldrun - Til reksturs stofunnar
  • Háskólinn í Reykjavík - Vegna verkefnisins Ólympíustærðfræði fyrir grunnskóla
  • Heimili og skóli - Vegna átaks gegn einelti
  • Hjálparsveit skáta, Kópavogi - Til kaupa á tólf Zarges álboxum
  • Kór Öldutúnsskóla - Vegna söngferðalags á Íslendingaslóðir í Kanada
  • Lilja Rúriksdóttir - Vegna náms í danslist við Juilliard háskólann í New York
  • Margrét Sesselja Magnúsdóttir - Til söngskemmtana fyrir aldraða með heilabilun
  • Samhjálp - Til reksturs kaffistofu Samhjálpar
  • Steinunn Sigurðardóttir - Vegna sýningar á fatahönnun á Kjarvalsstöðum

Styrkir að upphæð 250.000.kr.

  • Slysavarnafélagið Landsbjörg - Til reksturs á verkefninu "Björgunarsveitir á hálendinu"
  • Leitarhundar Landsbjargar - Til þjálfunar og mats á hæfni leitarhunda
  • List án landamæra - Vegna listahátíðar fatlaðra og þroskahamlaðra
  • Meistarahópur fimleikadeildar Stjörnunnar - Vegna þátttöku á Norðurlandamóti í hópfimleikum í Finnlandi

Styrkir að upphæð 200.000.kr.

  • Lára Jóhannsdóttir - Til doktorsrannsóknar á sviði umhverfisstjórnunar í fyrirtækjum

Styrkir að upphæð 100.000 kr.

  • Félag eldri borgara á Álftanesi - Til kaupa á postulínsbrennsluofni vegna tómstundastarfs
  • Flautukór Íslands - Til tónleikahalds á alþjóðlegri tónlistarhátíð í New York
  • Gaflarakórinn, kór eldri borgara í Hafnarfirði - Til þátttöku í söngmóti kóra eldri borgara
  • Jafningjafræðslan - Til þess að halda úti sumarstarfi
  • Lárus Rúnar Ástvaldsson - Til M.Sc. verkefnis sem felur í sér rannsókn á hugsanlegri blýmengun í íslensku drykkjarvatni
  • Leikhópurinn Lotta - Til þess að setja upp leikritið Rauðhettu
  • Parkinsonssamtökin á Íslandi - Til jafningastuðnings-verkefnis og fræðslustarfs á landsbyggðinni
  • Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir - Til þátttöku í heimsmeistaramótum í dansi
  • Skíðadeild Breiðabliks - Til reksturs á starfsemi skíðadeildarinnar
  • Anna Svanhildur Daníelsdóttir - Vegna lokaverkefnis í leikskólafræðum
  • Höndin, mannúðar- og mannræktarsamtök - Til starfsemi samtakanna
  • Jiu-Jitsu skóli Íslands - Til barna- og unglingastarfs skólans
  • Kærleikssjóður Stefaníu Guðrúnar Pétursdóttur - Framlag til sjóðsins
  • Rut Þorsteinsdóttir - Vegna náms við lýðháskólann í Danmörku

Styrkir að upphæð 50.000

  • Brunatæknifélagið - Til að halda Brunaþing 2009
  • Bryndís Einarsdóttir - Til þátttöku í sænska meistaramótinu í motorcross
  • Katrín Eva Auðunsdóttir - Til undirbúnings og þátttöku í líkamsræktarmótum á Íslandi og erlendis
  • Magnús Bess - Til undirbúnings og þátttöku í vaxtarræktarkeppni erlendis
  • Héðinn Steingrímsson - Vegna þátttöku í Evrópumóti landsliða í skák í Serbíu
  • Jason Kristinn Ólafsson - Vegna þróunar á vefnum Tilvitnun.is
  • Technis, nemendafélag tækni- og verkfræðinema við Háskólann í Reykjavík - vegna ferðar til Tallin á ráðstefnu um umhverfisvæna orkuöflun

Samfélagið og við

  • Við erum samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.
  • Við viljum stuðla að félagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu sjálfbæri.
  • Samfélagssjóður Rio Tinto á Íslandi var stofnaður vorið 2005 og úr honum eru veittir styrkir til ýmissa metnaðarfullra verkefna.
  • Við erum hluti af samfélaginu.
  • Við viljum vera fyrirmynd annarra.