20.05.2005

Við unnum!

Okkar frækilega hjóla- og göngulið tók sig til og sigraði keppnina "Hjólað í vinnuna" annað árið í röð í flokki fyrirtækja með 400 starfsmenn eða fleiri.

Liðin, sem voru sex talsins, hjóluðu eða gengu í samtals 376 daga og lögðu að baki 4.997 km. Það jafngildir þremur og hálfum hring í kringum landið.

Við óskum okkar fólki til hamingju með sigurinn og hrósum Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fyrir framtakið. 

Lesið meira um málið á vefsíðu verkefnisins.


« til baka