22.02.2006

Stærðfræðisnillingarnir - skemmtilegur leikur fyrir krakka

Alcan á Íslandi hf. hefur hleypt af stokkunum verkefni sem ætlað er að auka stærðfræðiáhuga tæplega 11 þúsund barna sem fædd eru á árunum 1997, 1998 og 1999.

Góð raunvísindaþekking er mikilvæg hverju samfélagi og er undirstaða trausts atvinnulífs. Áhugi barna á raunvísindum er þannig mjög mikilvægur og við viljum leggja okkar að mörkum á því sviði, enda er Alcan eitt þeirra fyrirtækja sem reiðir sig mjög á raunvísindi og þekkingu. Fyrirtækið hefur þess vegna sent foreldrum/forráða¬mönnum allra barna sem fædd eru 1997, 1998 og 1999 bréf og boðið þeim að börnin taki þátt í skemmtilegum stærðfræðileik undir yfirskriftinni Stærðfræðisnillingarnir

Leikurinn felst í því að börnin leysa nokkrar stærðfræðiþrautir hér á vefsíðunni okkar (sjá forsíðu). Þrautirnar eru unnar upp úr margverðlaunuðu kennsluefni, bæði bókum og margmiðlunarefni, þar sem grunnatriði stærðfræðinnar eru klædd í skemmtilegan búning til að vekja áhuga á viðfangsefninu. Að sjálfsögðu er heimilt að leiðbeina börnunum eins og um hvert annað heimanám væri að ræða.

Öll börn sem taka þátt fá senda gjöf í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna, en að auki fá 500 heppnir þátttakendur sendan margmiðlunardiskinn Tívolí tölur. Nöfn þeirra verða dregin úr réttum innsendum lausnum þann 17. mars og því þurfa svör að hafa borist fyrir þann tíma.

Við vonum að þetta framtak okkar mælist vel fyrir og að foreldrar hvetji sín börn til að taka þátt.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar