29.08.2006

Hefur þú komið í álver? Þjóðinni boðið í heimsókn á sunnudaginn

Í tilefni af 40 ára afmæli Alcan í Straumsvík verða dyrnar að álverinu opnaðar almenningi sunnudaginn 3. september. Boðið verður upp á skoðunarferðir um álverið undir leiðsögn starfsmanna, skemmtun fyrir börn og fullorðna, menningu og fræðslu af ýmsum toga.

Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum árum um starfsemi álfyrirtækja og tengda starfsemi. Fæstir hafa hins vegar haft tækifæri til að skoða sig um í álveri og er það von okkar að fólk noti tækifærið nú og komi í heimsókn umræddan dag.

Ýmislegt verður í boði fyrir gesti en dagskrána má nálgast með því að smella hér. Meðal skemmtikrafta má nefna Gunna og Felix, Óperukór Hafnarfjarðar og söngvarana Friðrik Ómar og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Kassabílarallý og hlaup verður m.a. fyrir börnin og myndlistasýningin “Hin blíðu hraun í Straumsvík” verður sett upp á staðnum í samvinnu við Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Sýnd verða sérhæfð vinnutæki og boðið verður upp á fyrirlestra um hugsanlega stækkun álversins og umhverfismál fyrirtækisins. Veitingar verða í boði fyrir alla og kaffibarþjónar frá Kaffitári sjá um að gestir fái brakandi ferskt kaffi.

Til að lágmarka umferð einkabíla verður boðið upp á rútuferðir til Straumsvíkur frá bílaplani Fjarðarkaupa við Bæjarhraun í Hafnarfirði á heila og hálfa tímanum, frá kl. 11.
Dagskránni í Straumsvík lýkur kl. 17.

Opið hús var síðast haldið hjá Alcan í Straumsvík árið 1997 og komu þá um 10 þúsund gestir í heimsókn.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar