30.08.2006

Alcan býður Hafnfirðingum á stórtónleika Björgvins

Í tilefni af 40 ára afmæli Alcan í Straumsvík býður fyrirtækið íbúum Hafnarfjarðar á stórtónleika Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands þann 23. september kl. 17 á meðan húsrúm leyfir.

Þessir boðstónleikar koma til viðbótar þeim sem áður voru auglýstir, en allir miðar á þá tónleika seldust upp á mettíma. Það er því Alcan sönn ánægja að geta boðið starfsfólki sínu og hátt í 2000 Hafnfirðingum á þennan stórviðburð.

Til að tryggja jafna möguleika allra Hafnfirðinga á að fá miða á tónleikana geta áhugasamir skráð sig hér á síðunni þar sem dregið verður úr skráningum þann 15. september. Hinir heppnu fá svo tvo miða á tónleikana senda heim. 

Smelltu hér til að skrá þig.

Alcan í Straumsvík og Björgvin Halldórsson hafa um áratuga skeið sett svip sinn á Hafnarfjörð. Árið sem framleiðsla hófst í álverinu var Björgvin kosin poppstjarna Íslands í Laugardalshöll og það er skemmtilegt að á 40 ára afmæli fyrirtækisins skuli Björgvin stíga aftur á það sama svið með Alcan sem bakhjarl.

Tónleikarnir eru einn merkasti tónlistarviðburður síðari ára og ekkert hefur verið til sparað við að gera þá sem glæsilegasta. Undirbúningur fyrir tónleikana hefur staðið í meira en hálft ár en auk Björgvins og Sinfóníunnar munu Fóstbræður koma fram, landsþekktir gestir og bakraddasöngvarar og margir af bestu hljóðfæraleikurum landsins. Þórir Baldursson hefur útsett tónlistina og Hrafnkell Orri Egilsson hefur útsett nýjan og glæsilegan forleik tónleikanna sem byggður er á lögum Björgvins.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla Hafnfirðinga til að skrá sig hér á síðunni og freista þess að fá miða á þennan tónlistarviðburð ársins.


« til baka