21.11.2006

Tvö heimsmet í Straumsvík

Undanriðlar í keppninni um titilinn Sterkasti maður í heimi, sem haldin var hér í Straumsvík á mánudag, heppnuðust vel.  Kraftakarlarnir létu nokkurn kulda ekki trufla sig og tvö heimsmet voru sett í keppninni. Nicky Best frá Bandaríkjunum setti heimsmet í svokallaðri bændagöngu og Zydrunas Savickas frá Litháen í einni lyftingagreininni.

Umgjörð keppninar var hin glæsilegasta, ekki síst vegna mikillar vinnu starsfmanna álversins sem lögðu mikið á sig til að keppnin gæti gengið sem best.

Úrslit keppninnar fara svo fram í Reiðhöllinni í Víðidal á föstudag og laugardag. 

Alls tóku 24 kraftakarlar þátt í keppninni, frá 16 löndum. Þrír Íslendingar voru í þeim hópi, þeir eru Benedikt Magnússon, Stefán Pétursson og Georg Ögmundsson.

Við þökkum kraftakörlunum og aðstandendum keppninar fyrir gott samstarf og óskum þeim til hamingju með frábæran árangur.


« til baka

Fréttasafn