20.12.2007

Dagatal Alcan á Íslandi hf.,

Alcan á Íslandi hf. gefur nú út dagatal annað árið í röð. Það er okkur sönn ánægja að styrkja lista- og menningarlíf í Hafnarfirði og að þessu sinni prýða verk listakvennanna í gallerí Thors síður dagatalsins.

Að gallerí Thors standa tíu listakonur af ýmsum sviðum listsköpunar og ásamt því að selja listmuni sína reka þær lítið kaffihús á staðnum.

Á milli jóla og nýárs verður dagatalinu dreift til fyrirtækja og heimila í Hafnarfirði sem ekki afþakka fjölpóst.

Við vonum að allir njóti vel.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Alcan á Íslandi hf.

« til baka