28.04.2008

Eru álver kannski menn ?

Eru álver kannski menn ? Svona var fyrirsögn mikillar greinar í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Í greininni er starfsemi okkar tekin til umfjöllunar og sá mikli árangur sem við höfum náð kannaður. Nokkrir starfsmenn voru teknir tali og þeir spurðir um vinnustaðinn, tæknina og þá þróun sem orðið hefur á rekstrinum frá því fyrirtækið tók til starfa.

Meðal þeirra sem rætt var við er Jakobína Jónsdóttir, starfsmannastjóri. Jakobína segir m.a. í greininni: ,,Markviss fræðsla, áhættugreiningar og mælingar á árangursvísum eru stöðugt í endurskoðun og náið samstarf við systurfyrirtæki okkar erlendis veitir okkur mikilvægan stuðning. Innan samsteypunnar er unnið eftir sameiginlegri aðferðafræði sem kallast EHS FIRST, en hún snýst um að setja ávallt umhverfis-, heilbrigðis- og öryggismál í öndvegi,“ segir á heimasíðu fyrirtækisins og Jakobína bætir við að Alcan á Íslandi sé, samkvæmt úttektum Alcan, á hæsta stigi sem þekkist í áliðnaðinum í heiminum"

Þá er rætt við Láru Maríu Harðardóttur, verkefnastjóra á tæknisviði. ,,Þetta er eiginlega ekki eins og að byrja í nýrri vinnu, heldur miklu frekar eins og að flytja inn í lítið þorp. Samstaðan hér er alveg ótrúleg og andinn mjög góður,“ segir Lára María Harðardóttir sem hóf störf í álveri Alcan í Straumsvík sumarið 2006 en hefur verið þar í föstu starfi undanfarna tíu mánuði sem verkefnastjóri á tæknisviði.
Frá veginum fyrir ofan álverið blasa kerskálarnir við, mikil mannvirki, og fyrir vikið líta flestir Íslendingar væntanlega eingöngu á álverið sem verksmiðju. En starfsemin er mun fjölbreyttari en svo.

Í greininni er einnig rætt við Guðrúnu Þóru Magnúsdóttur og Gylfa Ingvarsson.

Greinina úr sunnudagsblaði Morgunblaðsins má nálgast í heild sinni HÉR


« til baka

Fréttasafn

2023

janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar