17.04.2009

Ingólfur Kristjánsson ráðinn framkvæmdastjóri umhverfis- og tæknisviðs

Ingólfur Kristjánsson verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri umhverfis- og tæknisviðs Alcan á Íslandi hf. Hann tekur við starfinu þann 1. ágúst næstkomandi af Guðmundi Ágústssyni, sem tekur við stöðu sérfræðings í rafgreiningu.

Ingólfur Kristjánsson hefur M.Sc. menntun í verkfræði og rúmlega 20 ára starfsreynslu úr iðnaði, bæði á Íslandi og erlendis. Hann hefur starfað hjá Alcoa Fjarðaáli frá árinu 2005, fyrst sem framkvæmdastjóri álframleiðslu en síðan sem framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar. Þar áður starfaði hann í ellefu ár hjá Colgate-Palmolive A/S í Danmörku, meðal annars sem framleiðslustjóri og síðar rekstrarstjóri.

Ingólfur er fæddur 19. desember 1958, kvæntur Ólafíu Einarsdóttur og eiga þau fjögur börn.

 

f.h. Alcan á Íslandi hf.

Rannveig Rist

forstjóri


« til baka

Fréttasafn