30.06.2011

7,5 milljónum úthlutað úr Samfélagssjóði

Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan á Íslandi vegna þeirra styrkumsókna sem bárust sjóðnum frá 25. janúar til og með 6. júní 2011. Styrkveitingar að þessu sinni námu 7,5 milljónum króna. Sjóðnum bárust alls 102 umsóknir en styrkþegar voru 22.
 
Samfélagssjóður Rio Tinto Alcan á Íslandi styrkir verkefni í eftirfarandi málaflokkum sem endurspegla þau gildi sem fyrirtækið leggur áherslu á:

  • Heilsa og hreyfing
  • Öryggismál
  • Umhverfismál
  • Menntamál
  • Menningarmál, þar með talin góðgerðarmál og samfélagsverkefni af ýmsu tagi

Eftirfarandi hlutu styrk að þessu sinni:

Rúnar Pálsson
vegna smíði á hringsjá á Helgafell, kr. 2.000.000

Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu
vegna félagsstarfs og viðhalds á útivistarsvæði, kr. 500.000

KFUM/KFUK
vegna byggingar nýs gistiskála í Vatnaskógi, kr. 500.000

Helga Vala Gunnarsdóttir
vegna stuðningsverkefnis við einstæðar mæður í Hafnarfirði, kr. 500.000

Fjáröflun vegna Grímsvatnagoss 2011
til styrktar þeim sem harðast hafa orðið út vegna gossins í Grímsvötnum, kr. 500.000

Samstarfshópur um verkefnið "Heilsueflandi framhaldsskólar"
vegna uppsetningar skiltis sem sýnir göngu- og hjólaleiðir til og frá Flensborgarskóla, kr. 500.000

UN Women á Íslandi (Unifem)
vegna Fiðrildaviku UN Women, kr. 350.000

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra
vegna útgáfu fræðslu- og stuðningsrits, kr. 300.000

Félag heyrnarlausra
vegna þjónustu við heyrnarlausa aldraða einstaklinga, kr. 300.000

Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna
vegna uppbyggingar Hrunarétta, kr. 300.000

Jón Gunnar Benjamínsson
til stuðnings söfnunarátaks vegna kaupa á stuðningsbúnaði fyrir lamaðan einstakling, kr. 250.000

Specialisterne á Íslandi
til að koma starfsemi félagsins á Íslandi á fót, kr. 200.000

CrossFit Hafnarfjörður
vegna búnaðarkaupa og reksturs barnastarfs, kr. 200.000

Félag einstæðra foreldra
vegna endurbóta á neyðarhúsnæði, kr. 200.000

Ægir Örn Sigurgeirsson
vegna rannsóknarverkefnis í Hafnarfirði um úrræði fyrir börn og aðstandendur þeirra sem fremja sjálfsvíg, kr. 200.000

Leikskólinn Norðurberg
vegna skógarferða elstu barna skólans í Höfðaskóg við Hvaleyrarvatn, kr. 200.000

Kór Vídalínskirkju
vegna kaupa á listaverki sem prýðir altari Vídalínskirkju, kr. 100.000

Leifur Leifsson
vegna verkefnsins "Hnúkurinn á hnefanum" - ferð hreyfihamlaðs manns á Hvannadalshnúk, kr. 100.000

Bókasafn Hafnarfjarðar
vegna kaupa á búnaði, kr. 100.000

Elífir vinir
ferðakostnaður á frumkvöðlakeppni erlendis eftir sigur hér heima, kr. 100.000

Guðrún Helga Jóhannsdóttir
vegna doktorsrannsóknar, kr. 100.000

Ásmundur Stefánsson
vegna kaupa á sérhæfðum tölvubúnaði, kr. 50.000

 

 

 


« til baka

Fréttasafn

2023

janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar