10.02.2012

Morgunverðarfundur um samfélagsábyrgð fyrirtækja

Festa og Samtök atvinnulífsins standa fyrir morgunverðarfundi um samfélagsábyrgð fyrirtækja miðvikudaginn 15. febrúar. Fundurinn fer fram á Icelandair Hótel Reykjavík Natura (þingsal þrjú) og stendur yfir frá kl. 8:30 til 10:00.

Dagskrá:

8. 1 5 – 8.30 Skráning og morgunverðarhlaðborð.
8.30 – 9.00 Samfélagsábyrgð fyrirtækja. Hræsni eða heilindi?
Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.
9.00 – 9. 1 5 Síminn og samfélagsábyrgð.
Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans
og stjórnarformaður Festu.
9.1 5 – 9.30 Samfélagsábyrgð Landsvirkjunar og áskoranir við innleiðingu.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
9.30 – 9.45 Siðræn neysla – hin hliðin á sama peningi.
Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins.
9.45 – 10.00 Pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara.

Regína Ásvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, stýrir fundi.

Þátttökugjald er 2.500 kr. og er morgunverður innifalinn. Aðildarfélagar og háskólanemar greiða 1.500 kr. Skráning er á festa@ru.is.

Festa er miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja sem vinnur að því að auka þekkingu á málefnum tengdum samfélagsábyrgð fyrirtækja. Alcan á Íslandi er einn af stofnaðilum Festu.

Sjá auglýsingu um morgunverðarfundinn


« til baka