04.02.2005

Útskrift úr Stóriðjuskólanum

Þrettán nemendur voru útskrifaðir úr Stóriðjuskólanum föstudaginn 21. janúar, eftir þriggja anna nám. Þetta var í ellefta sinn sem stóriðjugreinar voru útskrifaðir úr skólanum en þeir eru nú samtals orðnir 148 talsins.

Hæstu einkunn fékk að þessu sinni Ragnar Guðlaugsson, starfsmaður í kerskála, en aðaleinkunn hans var 9,15. Semi-dúxarnir voru tveir með einkunnina 9,12; Benedikt Jón Guðmundsson, skautsmiðju, og Ægir Þorleifsson,  kerskála.

Fjórir nemendur hlutu viðurkenningu fyrir 100% mætingu á þeim þremur önnum sem námið tekur; þeir Jóhann Þórir Hjaltason, steypuskála, Kristján Sigurðsson, skautsmiðju, Sigurður Ólafsson, efnisvinnslu og Árni H. Ingason, í kerskála.

Alcan óskar þessum nýútskrifuðu stóriðjugreinum og fjölskyldum þeirra til hamingju með áfangann.


« til baka