29.05.2019

Samfélagsskýrsla og Grænt bókhald ISAL 2018

Samfélagsskýrsla og Grænt bókhald ISAL 2018 er komið út. Skýrslan hefur veigamikla þýðingu í okkar huga en með henni mætum við væntingum hagsmunaaðila okkar og nærsamfélags og fjöllum það sem er mikilvægt í þeirra huga. Sömu þættir skipta okkur miklu máli og tryggja að starfsemi okkar sé í sátt við samfélagið og umhverfið.

 

Árið 2018 var krefjandi ár í rekstri ISAL. Álverð var lágt á sama tíma og hráefnaverð hefur verið mjög hátt og afkoma fyrirtækisins eftir því. Hins vegar gekk framleiðslan afar vel og nýtt framleiðslumet var slegið í Straumsvík. Framleiðsla kerskála var 212.091 tonn en steypuskáli framleiddi 227.723 tonn.

 

Auk þess sem framleiðslan gekk vel var unnið að fjölmörgum verkefnum hjá ISAL sem styðja við markmið okkar og stefnu. Vinnu lauk við að undirbúa jafnlaunavottun og hlutum við gullmerki PwC 2018 fyrir árangur ISAL á þessu sviði. Við höfum gert okkar eigin loftslagsáætlun sem miðar að því að daga úr losun gróðurhúsalofttegunda utan ETS kerfisins.  Þá greindum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og bárum saman við stefnu ISAL. Sjö þessara markmiða gerðum við að sérstökum áhersluatriðum hjá ISAL og munum taka mið af við rekstur fyrirtækisins.

 

Í skýrslunni er að finna ítarlega umfjöllun um fólkið í Straumsvík, þá nýsköpunarhugsun sem við tileinkum okkur, samfélagsmál og styrki auk efnahagslegra þátta. Eftir sem áður eru umhverfismálin og árangursvísar í umhverfismálum veigamestu þættir skýrslunnar.

 

Skýrsluna má finna hér


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar