08.05.2020

Samfélagsskýrsla og Grænt bókhald ISAL 2019

Samfélagsskýrsla ISAL 2019 er komin út. Útgáfa skýrslunnar er mikilvægur þáttur í starfsemi ISAL. Með henni gerum við ítarlega grein fyrir starfsemi okkar og þeim áhrifum sem hún hefur á umhverfi og samfélag. Skýrslan er núna í fyrsta skipti gefin út samkvæmt viðmiðum Global Reporting Initiative og fylgir GRI tilvísunartafla skýrslunni.

Í ávarpi starfandi forstjóra kemur fram að árið 2019 hafi á margan hátt verið krefjandi í starfsemi ISAL. Í júlí myndaðist ljósbogi í einu keri sem olli því að kerskáli 3 var tekinn úr rekstri. Greiðlega gekk að endurgangsetja skálann en vegna þessa atviks var framleiðsla ársins nokkuð minni en árið á undan. Loftslagsmálin verða stöðugt fyrirferðarmeiri. Á árinu skrifuðum við undir viljayfirlýsingu með stjórnvöldum um að kanna til hlítar hvort binding kolefnis, eða Carbfix, geti orðið raunhæfur valkostur í áliðnaði. Í yfirlýsingunni felst einnig að ISAL mun stefna að kolefnishlutleysi árið 2040.

Útblástur flúors á hvert framleitt tonn af áli var með því lægsta sem náðst hefur eða 0,50 kg t/Al árið 2019 en þetta er langt innan við mörk starfsleyfis. Hins vegar jókst útblástur gróðurhúsaloftegunda lítillega á árinu og var 1,59 t/t Al. Aukinn útblástur kom til vegna endurgangsetningar skála 3.

Á árinu hlaut ISAL jafnlaunavottun samkvæmt IST 85 staðlinum. Jafnlaunagreining sem framkvæmd var sýnir fram á að jafnræði er á milli kynja þegar kemur að launum og reyndist óútskýrður launamunur vera neikvæður um 1,5%.

Efnahagslega gekk hins vegar ekki vel á liðnu ári þótt ágæt eftirspurn hafi verið eftir afurðum ISAL. Álverð var lágt, hráefna- og rafmagnsverð var hátt og framleiðslan var nokkuð minni á árinu vegna þess að skáli 3 var ekki í rekstri um tíma. Þetta olli því að tap á rekstrinum var alls 104 milljónir dollara, eða sem svarar um 13 milljörðum króna.

Árið 2019 var afmælisár ISAL en þann 1. júlí voru 50 ár liðin frá því að fyrirtækið hóf framleiðslu á áli. Þessum tímamótum var fagnað á margvíslegan hátt á árinu með starfsfólki og góðum gestum en hápunkturinn var opin fjölskylduhátíð sem haldin var í Straumsvík þann 31. ágúst en þá komu um 3000 gestir.

Samfélagsskýrsla ISAL og Grænt bókhald gefur skilmerkilegar og gagnlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi ISAL. Allar ábendingar um efni skýrslunnar eru vel þegnar. Þeim má koma til okkar á vefsvæði okkar.

Skýrsluna má finna hér


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar