05.02.2004

Alcan aðalstyrktaraðili sýningar um Vilhjálm Stefánsson

Sýningin The Friendly Arctic, sem helguð er ævi og starfi Vilhjálms Stefánssonar, landkönnuðar og fræðimanns, var opnuð í Scandinavia House í New York 29. janúar sl.  að viðstöddu fjölmenni. Alcan er aðalstyrktaraðili sýningarinnar en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði hana.

Sýningin byggist á ljósmyndum sem Vilhjálmur Stefánsson tók á ferðum sínum, handritum og útgefnu efni, úrdráttum úr dagbókum hans og fleiru. Hún var fyrst sett upp í Listasafni Akureyrar en síðan hefur hún farið víða, enda við hæfi þar sem landkönnuður er til umfjöllunar.

Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.scandinaviahouse.org.


« til baka