28.10.2002

Ný glæsibifreið úr áli

Notkun áls í bílaiðnaði hefur aukist mjög á undanförnum árum og hefur Alcan, móðurfélag Alcan á Íslandi,  ekki látið sitt eftir liggja í þeirri þróun.

Auk aukinnar álnotkunar við framleiðslu á "venjulegum" bílum hafa tilraunir verið gerðar við hönnun og smíði á glæsibifreiðum. Ein sú nýjasta í þeim flokki var nýlega kynnt blaðamönnum en þar er um að ræða bifreið af tegundinni Jaguar XJ, sem að stærstum hluta er smíðuð úr áli frá Alcan.

Alcan hefur í samráði við Jaguar þróað ýmsar nýjar lausnir vegna þessa glæsilega bíls. Grind bílsins og klæðnig er úr áli, sem og allir "áhangandi" hlutir; s.s. hurðir, vélarhlíf, skottlok og stuðarar.

Alcan er stolt af þátttöku sinni við smíði og þróun þessa glæsilega bíls, sem þú getur skoðað með því að smella á tenglana hér að neðan.

Myndir af bílnum

Smelltu hér til að lesa meira um bílinn á ensku.« til baka

Fréttasafn