05.06.2002

Nýtt nafn - Nýr vefur

Íslenska álfélagið hf. hefur tekið upp nýtt nafn og heitir nú Alcan á Íslandi hf. Af því tilefni opnuðum við nýjan vef í morgun sem skírskotar til vefsvæða margra systurfyrirtækja okkar.

Ætlunin er að öll fyrirtæki innan Alcan Inc. byggi vefi sína upp á svipaðan hátt, noti sömu liti o.s.frv. Þannig á að vera ljóst að fyrirtækin tilheyri sömu fyrirtækja fjölskyldunni.

Auglýsingastofan Gott fólk - McCann Ericsson sá um hönnun og uppsetningu á vefnum. Við höfum átt gott samstarf við Gott fólk, sem hannaði t.d. gamla vefinn okkar, www.isal.is, en hann var á liðnum vetri tilnefndur einn af 5 bestu fyrirtækisvefum ársins. Við þökkum þeim samvinnuna.


« til baka