Niðurstöður úr viðhorfskönnun Rio Tinto
Í ágúst og september síðastliðnum fór fram viðhorfskönnun á vegum Rio Tinto sem kallast Local Voices. Hér að neðan má sjá helstu niðurstöður könnunarinnar.
Þátttaka í könnunni var afar góð en alls bárust 430 svör frá dreifðum hópi fólks. Svörin gefa okkur mikilvæga sýn á viðhorf samfélagsins til starfsemi fyrirtækisins en líka á það hvernig fólki líður í sínu samfélagi á marga ólíka mælikvarða.
Samkvæmt könnuninni hefur fólk sterka trú á því að fyrirtækið starfi á ábyrgan hátt, bæði gagnvart umhverfinu og samfélaginu í heild sinni. Könnunin gefur líka vísbendingar um hvað fyrirtækið getur gert til að bæta upplýsingagjöf og eftir atvikum mun fyrirtækið fara yfir hvort tækifæri séu til að gera enn betur í starfseminni.
Við erum líka stolt af því að geta veitt Björgunarsveit Hafnarfjarðar, Alzheimer samtökunum og Parkinsson samtökunum styrk samtals að upphæð einni milljón króna. Í könnunni gátu þátttakendur gátu valið hver þessara hópa hlyti styrk og skiptist upphæðin samkvæmt vali þátttakenda.
Áætlað er að styttri útgáfa af könnuninni verði gerð haustið 2026.
Ef fólk hefur ábendingar eða spurningar varðandi könnuna má senda þær á samskiptasvid@riotinto.com