22.01.2001

Matsáætlun vegna stækkunar

ISAL lagði í október 2001 fram tillögu að matsáætlun þar sem gerð var áætlun um mat á umhverfisáhrifum stækkunar álversins um 200.000 tonn á ári í 2. áföngum. Skipulagsstofnun samþykkti tillöguna með skilyrðum í bréfi þann 7. nóvember 2001.

ISAL hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmara sé að auka framleiðslugetuna um 260.000 tonn á ári í tveimur áföngum. Í allt að 330.000 tonn á ári í fyrri áfanga og í 460.000 tonn á ári í þeim síðari.

Eftir samráð við Skipulagsstofnun var ákveðið að endurgera tillögu að matsáætlun m.t.t. viðkomandi breytinga á framleiðslugetu álversins. Því er hafið að nýju matsferli þar sem tillaga að matsáætlun er kynnt og send til Skipulagsstofnunar til umfjöllunar.

Skv. reglugerð um mat á umhverfisáhrifum nr. 671/2000 hefur Skipulagsstofnun 4 vikur til að úrskurða um tillögu að matsáætlun.

Smelltu hér til að afla þér frekari upplýsingar um málið.


« til baka

Fréttasafn