21.01.2001
ISAL hlýtur Jafnréttisverðlaun Hafnarfjarðar

Þessi verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir ISAL. Þau taka af allan vafa um að horft er til fleiri þátta en fjölda kvenna á vinnustað þegar árangur í jafnréttismálum er metinn. Þar skiptir mestu máli að gera ekki upp á milli kynjanna; að veita engin forréttindi byggð á kynferði.
Þetta er í fjórða sinn á tæp ári sem ISAL hlýtur viðurkenningu fyrir starfið sem unnið er í fyrirtækinu. Hinar eru Starfsmenntaverðlaunin (nóv. 2000), Umhverfisviðurkenning Umhverfisráðuneytisins (apríl 2001) og Viðurkenning Vinnueftirlits ríkisins fyrir góðan árangur í vinnuverndarmálum (apríl 2001).
« til bakaDeila