21.01.2001

ISAL hlýtur Jafnréttisverðlaun Hafnarfjarðar

ISAL hlaut í gær Jafnréttis- verðlaun Hafnarfjarðar, sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Hafnarborg. Í ræðu Magnúsar Gunnarssonar, bæjarstóra, kom fram að nokkur atriði hefðu vegið þungt þegar verðlaunahafinn var valinn. ISAL hefði fylgt jafnlaunastefnu undanfarin ár, hér hefði verið unnið að því að útrýma kynbundinni mismunum og hlutfall kvenna hefði aukist á undanförnum árum, í hópi almennra starfsmanna, í hópi stjórnenda og sumarstarfsmanna. Þá nefndi Magnús að ISAL væri stærsta fyrirtækið á Íslandi sem hefði konu fyrir forstjóra.

Þessi verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir ISAL. Þau taka af allan vafa um að horft er til fleiri þátta en fjölda kvenna á vinnustað þegar árangur í jafnréttismálum er metinn. Þar skiptir mestu máli að gera ekki upp á milli kynjanna; að veita engin forréttindi byggð á kynferði.

Þetta er í fjórða sinn á tæp ári sem ISAL hlýtur viðurkenningu fyrir starfið sem unnið er í fyrirtækinu. Hinar eru Starfsmenntaverðlaunin (nóv. 2000), Umhverfisviðurkenning Umhverfisráðuneytisins (apríl 2001) og Viðurkenning Vinnueftirlits ríkisins fyrir góðan árangur í vinnuverndarmálum (apríl 2001).


« til baka

Fréttasafn