29.06.2005

Samkomulag um orkukaup undirritað

Fulltrúar Alcan á Íslandi og Orkuveitu Reykjavíkur skrifuðu í dag undir samkomulag, um að Alcan kaupi af Orkuveitunni 200 MW af raforku vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík. Gert er ráð fyrir að orkan geti verið til afhendingar seinni hluta árs 2010 og að tekjur Orkuveitunnar verði um 60 milljarðar króna á samningstímanum. Áætlað er, að gengið verði frá endanlegum samningi síðar á þessu ári.

Með umræddu samkomulagi hefur Alcan tryggt sér tæplega helming þeirrar orku sem þarf vegna stækkunar álversins. Ákvörðun um að stækka álverið hefur ekki verið tekin en stjórnendur fyrirtækisins, bæði hér á landi og í höfuðstöðvum þess í Kanada, hafa á undanförnum árum lagt mikla vinnu í að leggja mat á verkefnið. Umhverfismat vegna verkefnisins var samþykkt árið 2002 og ári síðar festi Alcan kaup á landi undir stækkaða verksmiðju af Hafnarfjarðarbæ.

Fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur skrifuðu Guðmundur Þóroddsson, forstjóri, og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður, undir samkomulagið en fyrir Alcan á Íslandi þau Wolfgang Stiller, stjórnarformaður, Rannveig Rist, forstjóri, og Sigurður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar