29.09.2005

Vel heppnuðum Haustgöngum lokið

Síðasta skipulagða gönguferðin í Haustgöngum Alcan þetta árið var farin þann 24. september. Gangan var ætluð fyrir alla fjölskylduna og gengið var um ævintýralegt umhverfi Kaldársels, þar sem m.a. má finna fjölmarga skemmtilega hella. Gengið var í frábæru veðri og ýmislegt óvænt kom upp í ferðinni. T.d. vakti hópurinn fyrir slysni jólasvein sem svaf vært í einum hellinum og gengið var fram á foreldra hans í öðrum.

Við þökkum ferðahópnum Ferli fyrir gott samstarf og öllum þeim sem nutu þess með okkur að ganga um fallegt nágrenni Straumsvíkur.


« til baka

Fréttasafn