13.10.2005

Forstjóri og bæjarstjóri vígja hjólastíg á tvímenningshjóli

Formleg vígsla á hjólreiðastíg, sem nýlega var lagður frá Hafnarfirði til Straumsvíkur, fór fram í dag þegar Rannveig Rist, forstjóri Alcan, og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, klipptu á borða og hjóluðu saman á tvímenningshjóli eftir stígnum í átt til Straumsvíkur.  Þar tók hópur starfsmanna Alcan á móti þeim og boðið var upp á kakó og kleinur.

Með lagningu hjólreiða- og göngustígsins rættist langþráður draumur margra sem ýmist ganga eða hjóla til og frá vinnu í Straumsvík. Gerð stígsins var samstarfsverkefni Alcan og Hafnarfjarðarbæjar sem deildu með sér kostnaði við framkvæmdina. Verkefninu er ætlað að tryggja öryggi þeirra sem fara um svæðið og stuðla að aukinni hreyfingu og útiveru.


« til baka