01.11.2005

Ragnhildur Gísladóttir hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2005

Íslensku bjartsýnisverðlaunin voru afhent í 25. skipti í dag og komu þau í hlut Ragnhildar Gísladóttur, tónlistarmanns. Ragnhildur er verðugur handhafi verðlaunanna, á bæði glæstan feril að baki og þykir eiga bjarta framtíð á vettvangi tónsmíða. Skemmst er að minnast verksins Bergmáls, sem vakti mikla athygli á Listahátíð sl. vor en það vann Ragnhildur í samvinnu við japanska slagverksleikarann Stomu Yamash'ta og Sjón. Alcan á Íslandi er bakhjarl verðlaunanna, en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er verndari þeirra og hann afhenti Ragnhildi verðlaunin við athöfn í Íslensku óperunni, verðlaunagrip úr íslensku áli og eina milljón króna.

Ragnhildur Gísladóttir er tónmenntakennari að mennt og stundar nú nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Hún hefur oft á löngum tónlistarferli sýnt kjark til að fara nýjar leiðir og stofnaði m.a. fyrstu kvennahljómsveitina á Íslandi árið 1981. Þekktust er hún líklega sem söngkona Stuðmanna, en samhliða því vann hún að sólóferli sem einkenndist af frumleika, og djörfung. Ragnhildur hefur lengst af sungið á íslensku en einnig vakið athygli fyrir að nota ekki orð í tónlist sinni heldur nýta röddina eins og hvert annað hljóðfæri og hefur t.a.m. gert heilu plöturnar þar sem hún syngur að því er virðist á sínu eigin tungumáli!

Ragnhildur söng inn á Vísnaplötuna árið 1976 og var það frumraun hennar á því sviði. Í framhaldinu gerði hún tvær plötur með Lummunum og gekk því næst til liðs við Brunaliðið, sem naut mikilla vinsælda. Ragnhildur söng með fleiri listamönnum á svipuðum tíma og stjórnaði að auki upptökum á fimm barnaplötum. Árið 1984 varð hún einn Stuðmanna, en samstarf hennar og hljómsveitarinnar hófst með kvikmyndinni “Með allt á hreinu” sem frumsýnd var árið 1982.

Fyrsta sólóplata Ragnhildar, Rombigy, kom út árið 1992. Þar fór hún ótroðnar slóðir og það ekki í síðasta sinn, því síðar átti hún eftir að vekja athygli fyrir barnaplötuna Baby (árið 2000) og ekki síður búksláttartríóið sem hún skipaði ásamt Didda fiðlu og Sverri Guðjónssyni kontratenór. Ragnhildur stofnaði ásamt Jakobi Magnússyni hljómsveitina Human Body Orchestra en sú sveit gaf út tónlist sem byggði alfarið á líkamshljómum og röddum.

Síðastliðið vor venti Ragnhildur kvæði sínu í kross, sagði skilið við Stuðmenn og settist á skólabekk. Miklar vonir eru bundnar við Ragnhildi sem tónskáld, enda hefur hún sýnt og sannað að hún er hæfileikarík, drífandi og bjartsýn.

Við óskum Ragnhildi til hamingju með verðlaunin.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar