30.01.2006

Samkomulag við Landsvirkjun undirritað

Alcan og Landsvirkjun hafa undirritað samkomulag um orkuviðræður vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík. 

Með samkomulaginu hefur Landsvirkjun skuldbundið sig til að ræða ekki á næstunni við aðra orkukaupendur um sölu á rafmagni frá mögulegum virkjunum við Búðarháls og í neðri Þjórsá. Alcan hefur einnig samþykkt að leita ekki eftir kaupum á raforku frá öðrum orkuseljendum á sama tíma varðandi þau 300 MW af raforku sem enn á eftir að tryggja svo stækkun verksmiðjunnar geti orðið að veruleika.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt hefur vinna við stækkun álversins staðið um árabil. Ráðgert er að framleiðslugetan að lokinni stækkun verði 460.000 tonn á ári og ef allt fer að óskum gæti framleiðsla í stækkuðu álverið hafist á árinu 2010. Rétt er þó að taka fram, að enn á eftir að ganga frá ýmsum málum áður en hægt verður að taka endanlega ákvörðun um stækkun verksmiðjunnar.

Smelltu hér til að kynna þér betur hugmyndir okkar um stækkun.


« til baka