10.05.2006

Milljón króna styrkur til sundfélaganna í bænum í tilefni dagsins!

Mikið fjölmenni var viðstatt þegar fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri sundmiðstöð í Vallarhverfinu í Hafnarfirði á þriðjudag í blíðskaparveðri.

Sundmiðstöðin mun rísa á lóðinni við hliðina á Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum. Þar verður m.a. 50 m almennings- og keppnissundlaug, 16 m barna- og kennslusundlaug , heitir pottar, rennibraut, líkamsræktarsalur auk langþráðrar félagsaðstöðu fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar (SH) og Íþróttafélagið Fjörður.

Við þetta tækifæri afhenti Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, SH og Firði styrk að upphæð ein milljón króna sem skiptist jafnt á milli félaganna. Það er bjargföst trú okkar, að féð muni nýtast vel í því góða starfi sem félögin vinna í bænum.


« til baka

Fréttasafn