14.06.2006

Þrír forstjórar álversins!

Á aðalfundi stjórnar Alcan á Íslandi hf. (ISAL) urðu nokkrar breytingar á stjórn félagsins. Meðal annars hætti Dr. Christian Roth, fyrrverandi forstjóri ISAL, stjórnarformaður og síðast stjórnarmaður, störfum sínum fyrir fyrirtækið og því má segja að fyrir hann hafi dagurinn markað tímamót.

Dr. Christian Roth var forstjóri á árunum 1988 til ársloka 1996 en hafði áður verið tæknilegur framkvæmdastjóri á árunum 1977 til 1979. Það eru því tæpir þrír áratugir síðan Roth hóf fyrst störf fyrir ISAL. Honum eru færðar þakkir fyrir hans störf fyrir fyrirtækið á undangengnum áratugum og bestu óskir um góða framtíð.

Í tilefni af þessum þáttaskilunum kom Ragnar Halldórsson, fyrsti forstjóri álversins, í heimsókn til að kveðja Roth og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Athyglisvert er, að aðeins skuli þrír forstjórar hafa stýrt fyrirtækinu á þeim 40 árum sem liðin eru frá stofnun þess, en þau eru frá vinstri; Christian Roth (1988 – 1996), Rannveig Rist (frá 1997) og Ragnar S. Halldórsson (1967 til 1988).

Smelltu á myndina til að stækka hana.

Auk Christians Roth hætti í stjórninni Cynthia Carroll, forseti álframleiðslusviðs Alcan (APMG), en sæti þeirra tóku Jean-Phillipe Puig, yfirmaður álvera Alcan í Evrópu, og Sylvain Bolduc, þróunarstjóri APMG. 


« til baka