29.06.2006

Rúmum 8 milljónum króna úthlutað úr Samfélagssjóði

35 styrkir úr Samfélagssjóði Alcan voru afhentir í afmælisveislunni sem haldin var á miðvikudaginn.  Heildarupphæð styrkjanna í þessari úthlutun var rúmlega 8 milljónir króna. 

Stærstu styrkirnir komu í hlut Veraldavina, vegna hreinsunar á íslensku strandlengjunni, og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar vegna verkefnis sem kallast "Björgunarsveitir á hálendinu."  Hvort verkefni fékk úthlutað 1 milljón króna.  

Það er von okkar stuðningurinn við öll neðangreind verkefni komi í góðar þarfir og sé bæði styrkþegum og öðrum hvatning til að vinna að framgangi samfélagslegra verkefna.

Smelltu hér til að stækka myndina sem tekin var við afhendinguna.

Verkefni

Styrkupphæð

Veraldarvinir - Hreinsun íslensku strandlengjunnar 1.000.000 kr.
Slysavarnafélagið Landsbjörg - "Björgunarsveitir á hálendinu" 1.000.000 kr.
Endurreisn Reykdalsvirkjunar í Hafnarfirði 500.000 kr.
Selasetur Íslands - Bætt aðgengi fyrir fatlaða að skoðunarstöðum 500.000 kr.
Aðgerðarannsóknafélag Íslands 250.000 kr.
Heimili og skóli - Útgáfa á SAFT netheilræðum fyrir foreldra 250.000 kr.
Bryndís Jónsdóttir - Rannsókn á atvinnuþátttöku og stöðu að loknu foreldraorlofi 250.000 kr.
Skátafélagið Hraunbúar - Æskulýðs- og forvarnarstarf hafnfirskra skáta 250.000 kr.
Dr. Stefán Einarsson - Notkun áhættufylkja til að draga úr áhættum í starfsemi stóriðjufyrirtækja 250.000 kr.
Jafningjafræðslan - Forvarnastarf unnið af ungu fólki 250.000 kr.
Víkingahringurinn - Menningarsafn í Straumi 250.000 kr.
Íslenskuskólinn - Íslenskunám á netinu fyrir íslensk börn búsett erlendis 250.000 kr.
Loft 2006 - Ráðstefna um óbeinar reykingar, reykingar á vinnustöðum og í vinnuumhverfi 250.000 kr.
Harpa Njálsdóttir - Rannsókn á lífsskilyrðum, félagslegu umhverfi og heilsufari barna og barnafjölskyldna 250.000 kr.
KFUM og KFUK - Lagfæringar á húsnæði sumarbúðanna í Kaldárseli 250.000 kr.
Íþróttafélag fatlaðra - Þátttaka í Ólympíuleikum fatlaðra 2006 250.000 kr.
Átthagaspilið - Spurningaleikur um Hafnarfjörð 200.000 kr.
Ævintýraklúbburinn 100.000 kr.
Félag heyrnarlausra - Styrkur við menningarhátíð 100.000 kr.
Lind - Félag um meðfædda ónæmisgalla -styrkur við þátttöku í ráðstefnu 100.000 kr.
FORÐI - Forvarnir gegn þunglyndi 100.000 kr.
Leikskólinn Álfasteinn - Námsferð leikskólakennara 100.000 kr.
Námsspil um Hafnarfjörð 100.000 kr.
Hjálparlínan 100.000 kr.
ADHD samtökin - Hagsmunasamtök foreldra barna með athyglisbrest og ofvirkni 100.000 kr.
Hljómsveitin Jakobínarína - Styrkur við tónleikaferð til Bandaríkjanna 100.000 kr.
Minjafélag Vatnsleysustrandahrepps - Endurbygging á elsta skólahúsi hreppsins 100.000 kr.
Götusmiðjan 100.000 kr.
Unglingalýðræði í sveit og bæ 100.000 kr.
Óperukór Hafnarfjarðar 100.000 kr.
Engidalsskóli - Grænfánaverkefni Landverndar 100.000 kr.
Móaflöt - Heimili fyrir fötluð börn. Stuðningur við hjólakaup 100.000 kr.
Króna konunnar - Ungliðahópur Femínistafélags Íslands 100.000 kr.
Stærðfræði og eðlisfræði í verki - Menntaskólinn við Sund 100.000 kr.
PMT foreldrafærni - Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar  100.000 kr.


« til baka