24.08.2006

Alcan bakhjarl stórtónleika Björgvins og Sinfó

Laugardaginn 23. september kl. 20:00 verður efnt til sannkallaðra stórtónleika í Laugardalshöll þar sem Björgvin Halldórsson flytur úrval laga úr efnisskrá sinni ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Fóstbræðrum, Hljómsveit Björgvins, bakröddum og nokkrum landsþekktum gestum. Sérstaklega verður vandað til tónleikanna á allan hátt og má telja líklegt að um verði að ræða einu umfangsmestu tónleika sem ráðist hefur verið út í hérlendis með íslenskum listamanni. Má búast við að vel á annað hundrað manns taki þátt í þeim á einna eða annan hátt.

Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 25. ágúst, kl. 10:00 á öllum sölustöðum. Miði.is hefur  umsjón með sölunni, sem fer framm á www.midi.is, www.bravo.is, í verslunum Skífunnar og verslunum BT á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Einnig er hægt að kaupa miða í síma 580-8020. Sérstök forsala fyrir M12 áskrifendur Stöðvar 2 mun fara fram daginn áður, fimmtudaginn 24. ágúst, og hefst klukkan 10:00 á sömu sölustöðum.

Smelltu hér til að kynna þér tónleikana nánar.


« til baka