26.09.2006
Til hamingju Björgvin!
Tónleikar Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem haldnir voru um liðna helgi, heppnuðust frábærlega. Sérstakir boðstónleikar Alcan voru fyrstir í röðinni af þrennum tónleikum, en alls bauð Alcana um 2.900 gestum í þessa tónlistarveislu. Uppselt varð á alla tónleikana og því komu samtals um 9.000 gestir í höllina til að berja listafólkið augum.
Tónleikarnir voru öllu listafólkinu til mikils sóma og eru þeir rós í hnappagat Björgvins. Honum óskum við til hamingju með frábært framtak og þökkum fyrir samstarfið.
« til bakaDeila