27.12.2006

Stórglæsileg flugeldasýning á föstudagskvöld!

Á árinu sem nú er að líða hélt álverið í Straumsvík upp á fertugsafmæli sitt með margvíslegum hætti. Nú viljum við loka afmælisárinu með stæl og höfum í tilefni af því tekið höndum saman með Björgunarsveit Hafnarfjarðar við að gera hina árlegu flugeldasýningu sveitarinnar sérstaklega glæsilega í ár.

Sýningin verður á sínum hefðbundna stað við Hafnarfjarðarhöfn föstudaginn 29. desember og kveikt verður í kl. 20:30.

Við þökkum Björgunarsveit Hafnarfjarðar fyrir samstarfið og vonum að sem flestir fái að berja sýninguna augum.


« til baka

Fréttasafn