12.03.2007

Málmur styður stækkun

Stjórn MÁLMS - samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, vekur athygli á mikilvægi stækkunar álversins í Straumsvík fyrir vöxt og viðgang íslensks málm- og véltækniiðnaðar. Undanfarna áratugi hafi þjónusta við álverið verið meginverkefnastoð margra fyrirtækja í greininni. ,,Því skiptir miklu að eytt verði öllum vafa um að álverið í Straumsvík eflist og styrkist í framtíðinni og verði áfram sterkur bakhjarl við þróun íslensk málm- og véltækniiðnaðar,” segir ályktun frá stjórn Málms.

(Þessi frétt er tekin af mbl.is)


« til baka