01.10.2007

Alcan í fararbroddi á heimsvísu í umhverfisstefnumörkun

Montreal í Kanada, 28. september 2007 

Aðild að mikilvægu hnattrænu loftslagsverkefni staðfest.

Alcan samsteypan hefur á ný hlotið mikla viðurkenningu fyrir umhverfisstefnu sína og árangur í umhverfismálum á heimsvísu. Fyrirtækið er í hópi 68 fyrirtækja af lista Financial Times yfir 500 stærstu fyrirtæki heims sem taka þátt í hinni svonefndu Loftslagsvísitölu eða Climate Disclosure Leadership Index (CDLI). Loftslagsvísitalan er hluti af stóru verkefni sem nefnist Carbon Disclosure Project (CDP) en verkefninu er ætlað að skýra út þá meginþætti loftslagsbreytinga sem hafa hvað mest áhrif á verðmæti alþjóðlegra fyrirtækja og ákvarðanir fjárfesta.
Að sögn Dicks Evans, forstjóra Alcan ríkir mikill skilningur á því innan fyrirtækisins að loftslagsbreytingar hafi áhrif á sjálfbærni starfseminnar til lengri tíma litið. „Þessi skráning Alcan í Loftslagsvísitöluna staðfestir að fyrirtækinu er mjög umhugað um að takast á við þann vanda sem fylgir loftslagsbreytingum með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með háþróuðustu tækni á hverjum tíma og hreinum og endurnýjanlegum orkulausnum,” segir Evans.
Alcan hefur komið á fót sérstöku verkefni innan fyrirtækisins sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Verkefnið kallast TARGET, kom til sögunnar árið 2001 og er lykilþáttur í EHMS FIRST umsjónarkerfi Alcan með umhverfis-, heilbrigðis- og öryggismálum. Alcan hóf skipulegt eftirlit með losun í andrúmsloftið árið 1990 og hefur frá þeim tíma dregið um 80% úr losun á lofttegundinni PFC (perflúrkarboni). Alcan ætlar sér einnig að draga úr beinni losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 10% fyrir lok árs 2010.
Alcan tekur líka þátt í forvarnaraðgerðum vegna loftslagsbreytinga á opinberum vettvangi, bæði með þátttöku sinni í Climate Action Partnership verkefninu bandaríska og með því að undirrita yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um hnattræn áhrif: «Caring for Climate: The Business Leadership Platform».

Carbon Disclosure Project er samstarfsverkefni stórfjárfesta á heimsvísu sem ráða yfir eignum að upphæð rúmlega 31 billjónir bandaríkjadala. Alls hafa 315 aðilar undirritað yfirlýsinguna og unnið er að því að móta nýjar leiðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Alcan Inc. (NYSE, TSK: AL) er í fararbroddi á heimsvísu, bæði hvað varðar framleiðslu hágæðaafurða og þjónustu. Fyrirtækið ræður yfir afburðatækni og starfar að báxítnámi, súrálsvinnslu, álbræðslu, orkuframleiðslu og framleiðslu úr áli og selur bæði vélunnar afurðir og sveigjanlegar og sérhannaðar umbúðir. Alcan er vel í stakk búið til að uppfylla allar kröfur viðskiptavina sinna og gott betur. Hjá Alcan starfa 68.000 manns, þar með talin samstarfsverkefni, í 61 ríki og landssvæðum og veltan var 23,6 milljarðar bandaríkjadala á árinu 2006. Fyrirtækið hefur verið með á lista Dow Jones sjálfbærnivísitölunnar (Sustainability World Index) allar götur síðan 2002. Nánari upplýsingar má finna á vefsetrinu www.alcan.com.

Frétt þessa má finna á heimasíðu Alcan Inc. Smellið HÉR til að lesa fréttina.

« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar