28.03.2008

Virðum hámarkshraðann

Sett hefur verið upp skilti á ökuleið við kerskála 1 sem nemur hraða ökutækja og aðvarar ökumenn ef þeir aka hraðar en 30km/klst, sem er hámarkshraði innan athafnasvæðisins. Nokkuð hefur borið á því að fólk hafi ekki áttað sig á þeim hámarkshraða sem er innan svæðisins og var því ákveðið að setja upp skiltið. Skiltið sem nú stendur er fengið að láni en tekin hefur verið ákvörðun um að kaupa slíkt skilti til að hafa innan svæðis allt árið um kring. Hafa þessar merkingar gefið góðan árangur í sveitarfélögum í kring þar sem umferð gangandi vegfarenda er innan um akandi umferð. Í næstu viku munu vegmerkingar með hámarkshraða verða settar í götur og við innkeyrsludyr inn í verksmiðjuhús svæðisins þannig að allir ættu því að vera meðvitaðir um 30km hámarkshraða utanhúss og 10 km/klst innanhúss.

Með ráðstöfun sem þessari vill Alcan á Íslandi halda áfram því mikla starfi og frumkvæði sem fyrirtækið hefur haft í heilsu-, öryggis- og umhverfismálum undanfarin ár. Öryggisvitund starfsmanna er til fyrirmyndar og er allt kapp lagt á að gera gestum og öðrum sem eiga erindi inn á svæðið fulla grein fyrir þeim öryggisreglum sem eru í gildi, t.a.m. hámarkshraðanum 30km/klst utandyra og 10km/klst innandyra.

Samskiptasvið.

« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar