07.05.2008

Hjólað í vinnuna formlega sett

Heilsuátakið Hjólað í vinnuna var formlega sett í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal í morgun. Boðið var upp á morgunverð áður en haldið var af stað. Starfsmenn Alcan á Íslandi hf, voru áberandi í nýjum endurskinsmerktum hjólavestum. Meðal þeirra sem komnir voru til að hjóla átakið af stað voru Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Kristján L. Möller samgönguráðherra, Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi hf. Fríður hópur Alcan fólks hjólaði svo sem leið lá úr Laugardalnum beina leið upp í Straumsvík. Framundan er spennandi keppni sem starfsmenn Alcan á Íslandi hf ætla sér að sigra í ár eins og undanfarin ár.
« til baka

Fréttasafn