23.01.2009

Æfingar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins verður með æfingar við höfnina í Straumsvík í dag og næstu sjö föstudaga. Við leggjum mikla áherslu á að vera í góðu samstarfi við slökkviliðið og því var okkur ljúft að geta orðið við beiðni þess um æfingaaðstöðu.

Um er að ræða æfingar á viðbrögðum við leka á hættulegum efnum og er einn megintilgangurinn að æfa notkun á sérstökum skolunartjöldum slökkviliðsins og viðeigandi búnaði sem notaður er til að hreinsa þá sem komast í snertingu við hættuleg efni. Gert er ráð fyrir að um 15 slökkviliðsmenn komi að æfingunni. Reikna má með að vart verði við gulan reyk á æfingasvæðinu í skamman tíma frá neyðarblysum, sem kveikt verður á í þeim tilgangi að gera æfinguna sem raunverulegasta.

Rétt er að taka fram að æfingarnar eru ekki haldnar í Straumsvík vegna þess að hér sé sérstök hætta á ferðinni sem kalli á þess háttar undirbúning, heldur fyrst og fremst vegna þess að svæðið hentar vel til æfinga.


« til baka

Fréttasafn