02.03.2009

Þrjár milljónir vinnustunda án alvarlegra vinnuslysa

Þann 14. febrúar síðastliðinn náðu starfsmenn álversins í Straumsvík þeim einstaka árangri að unnar hafa verið þrjár milljónir vinnustunda án þess að orðið hafi alvarlegt vinnutengt slys. Þetta eru slys í flokki 1 og 2 samkvæmt alþjóðlegum slysaskilgreiningum sem ISAL styðst við og notaðar eru hjá sambærilegum fyrirtækjum víða um heim. Árlega vinna starfsmenn álversins og verktakar á athafnasvæðinu um eina milljón vinnustunda.

“Árangurinn má einkum rekja til þrotlausrar vinnu starfsmanna og vilja þeirra til að gera stöðugt betur þegar kemur að öryggismálum,” segir Halldór Halldórsson leiðtogi öryggismála og eldvarna hjá ISAL.

Mestur viðsnúningur varð að sögn Halldórs árið 1998 þegar átak var gert til að sporna við vinnutengdum slysum með markvissum hætti. “Í því felst meðal annars að starfsmenn tilkynna um allt sem þeir telja að megi betur fara í vinnuumhverfinu hvað varðar öryggi og skrá öll öryggistengd atvik. Þar má nefna skyndihjálparslys í flokki 4 og svonefnd “hér-um-bil-slys”, þ.e.a.s. tilvik þar sem legið hefur við slysi. Allmörg hér-um-bil-slys voru tilkynnt á liðnu ári og 30 minniháttar óhöpp samkvæmt flokki 4. Allar slíkar tilkynningar eru greindar og í kjölfarið er gripið til viðeigandi fyrirbyggjandi aðgerða í því skyni að auka öryggi starsmanna enn frekar.”

Þá má nefna að öll störf hjá ISAL hafa verið áhættugreind og öryggisreglur uppfærðar með hliðsjón af þeirri greiningu. Síðast en ekki síst hefur innleiðing á vottuðu öryggisstjórnunarkerfi gert starfsmönnum kleift að viðhalda góðum árangri, ásamt því sem reglulega eru sett ný markmið um að gera enn betur.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar