05.06.2009

Styrkir til barna- og unglingastarfs íþróttafélaganna í Hafnarfirði

Í gær fór fram í Straumsvík úthlutun á styrkjum til barna- og íþróttastarfs íþróttafélaga innan vébanda Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH). Styrkirnir eru veittir af Alcan á Íslandi hf. – ISAL og Hafnarfjarðarbæ, á grundvelli samnings þessara aðila við ÍBH sem upphaflega var gerður árið 2001 og síðast endurskoðaður árið 2007.

Styrkirnir nema nú alls 12 milljónum króna á ári og leggja Alcan á Íslandi hf. og Hafnarfjarðarbær til 6 milljónir króna hvor aðili. 60% fjárhæðarinnar er jafnan úthlutað að vori á grundvelli iðkendafjölda félaganna en 40% er úthlutað í desember á grundvelli menntunarstigs þjálfara félaganna og námskrár þeirra.

Í gær var því úthlutað 7,2 milljónum króna. Fjárhæðin skiptist á ellefu félög sem hér segir:

Knattspyrnufélagið Haukar                    1.998.997,-
Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH)             1.823.387,-
Fimleikafélagið Björk                            1.289.993,-
Sundfélag Hafnarfjarðar (SH)                    507.135,-
Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar (DÍH)          398.815,-
Golfklúbburinn Keilir                                274.083,-
Hestamannafélagið Sörli                          267.518,-
Badmintonfélag Hafnarfjarðar (BH)            257.670,-
Siglingaklúbburinn Þytur                          244.541,-
Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar (HFH)            93.549,-
Íþróttafélagið Fjörður                                 44.313,-

Sjá einnig fréttatilkynningu á vef ÍBH, www.ibh.is.

Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við úthlutunina í Straumsvík í gær eru forsvarsmenn íþróttafélaganna, Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi hf., Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði.


« til baka

Fréttasafn