29.06.2009
Fjölskylduhátíð í Straumsvík!
Við höldum upp á 40 ára framleiðsluafmæli okkar þann 1. júlí, á miðvikudaginn kemur, með því að opna álverið fyrir almenningi og efna til sannkallaðrar fjölskylduhátíðar.
Svæðið verður opnað klukkan 15:00 og verður opið til klukkan 19:00.
Hægt er að nálgast auglýsingu um hátíðina, þar sem meðal annars koma fram tímasetningar helstu skemmtiatriða, með því að smella hér. (Athugið að auglýsingin er tvær blaðsíður og er dagskráin tilgreind á seinni blaðsíðunni.)
Á meðal þess sem verður í boði er:
Ræningjarnir þrír úr Kardemommubænum
Sveppi og Villi
Sirkusskólinn
Kvennakór Hafnarfjarðar
Kassabílabraut
Heimsókn í kerskála
Kynnisferð um svæðið með leiðsögn
Tækjasýning og ökuleikni starfsmanna
Hoppukastalar
Fræðslu- og ljósmyndasýning
Afmælisterta, pylsur og gos
Öll börn frá ISAL-nammi og ISAL-púsluspil. Á púsluspilið er letrað happdrættisnúmer og eru fyrstu verðlaun barnareiðhjól að eigin vali frá Hjólasprettinum í Hafnarfirði.
Sem sagt: Frábær og fjölbreytt dagskrá!
Komið til Straumsvíkur á miðvikudaginn og njótið dagsins með okkur!
« til bakaDeila