10.06.2010

7,5 milljónum úthlutað úr Samfélagssjóði Alcan

Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði Alcan vegna þeirra styrkumsókna sem bárust sjóðnum frá nóvember 2009 til og með apríl 2010. Styrkveitingar að þessu sinni námu 7,5 milljónum króna. Sjóðnum bárust alls 106 umsóknir en styrkþegar voru 21.
 
Samfélagssjóður Alcan styrkir verkefni í eftirfarandi málaflokkum sem endurspegla þau gildi sem Alcan á Íslandi hf. leggur áherslu á:

  • Heilsa og hreyfing
  • Öryggismál
  • Umhverfismál
  • Menntamál
  • Menningarmál, þar með talin góðgerðarmál og samfélagsverkefni af ýmsu tagi

 

Eftirfarandi hlutu styrk að þessu sinni:

Hafnarborg, Menningar og listamiðstöð Hafnarfjarðar: kr. 1.200.000
vegna Hádegistónleika Hafnarborgar veturinn 2010-2011, og annarra verkefna

Styrktarfélagið Líf: kr. 1.000.000
vegna stofnunar styrktarfélags Kvennadeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss

Kór Flensborgarskólans: kr. 700.000
vegna ferðar á kóramót

Nýja Skólakerfið: kr. 700.000
vegna stofnunar Tæknigrunnskólans

Sumarbúðirnar Kaldárseli: kr. 500.000
vegna viðgerða á skála Kaldársels

Sesseljuhús umhverfissetur: kr. 500.000
til uppbyggingar Orkugarðs, fræðslu- og skemmtigarðs um endurnýjanlega orkugjafa

Garðar Eyjólfsson: kr. 400.000
vegna vöruhönnunar

Ágúst Birgisson: kr. 300.000
vegna verkefnisins „Öruggari á jöklum“

Björgunarsveitin Ársæll: kr. 300.000
til kaupa á sérhæfðri leitarmyndavél

Lúðrasveit Reykjavíkur: kr. 250.000
vegna tónleikaferðar

Óperukór Hafnarfjarðar: kr. 250.000
vegna útgáfu geisladisks í tilefni af 10 ára afmæli kórsins

Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík: kr. 200.000
til að efla bogfimiíþróttina meðal fatlaðra
 
Maxímus Músíkús: kr. 200.000
til að koma tónlistarfræðsluefni á framfæri erlendis

Unglingasmiðjurnar Stígur og Tröð: kr. 200.000
vegna forvarnaverkefnis fyrir félagslega einangraða unglinga

Blátt áfram: kr. 150.000
vegna námskeiðahalds fyrir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar

Öldutúnsskóli: kr. 150.000
til kaupa á vatnsvél fyrir nemendur

Félag Heyrnarlausra: kr. 100.000
vegna 50 ára afmælis Félags Heyrnarlausra

Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla: kr. 100.000
vegna sumardvalar fyrir fötluð börn

Foreldrafélag Skólakórs Lækjarskóla: kr. 100.000
vegna ferðar á norrænt skólamót barnakóra

The Vintage: kr. 100.000
vegna útgáfu fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar

Bryndís Einarsdóttir: kr. 50.000
vegna undirbúnings fyrir sænska meistaramótið í mótorkrossi


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar