10.02.2011

Efst á lista framúrskarandi fyrirtækja

Alcan á Íslandi hf. var í dag veitt viðurkenning fyrir að vera efst á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki 2011. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, afhenti Rannveigu Rist viðurkenninguna í dag.

Efstu fimm sæti listans skipuðu, auk Alcan, fyrirtækin Össur, CCP, Stálskip og Grandi.

Matið er byggt á ítarlegri greiningu Creditinfo á styrk og stöðugleika íslenskra fyrirtækja miðað við ýmsar lykiltölur og breytur.

Af rúmlega 32.000 fyrirtækjum sem skráð eru í Hlutafélagaskrá uppfylla 177 fyrirtæki þau skilyrði sem Creditinfo setur fyrir því að fyrirtæki teljist framúrskarandi.

Eftirfarandi er lagt til grundvallar matinu:

  • Að hafa skilað ársreikningum til RSK fyrir rekstrarárin 2007 til 2009
  • Að vera með jákvætt áhættumat Creditinfo, CIP flokkar 1-3 (minni en 1% líkur á alvarlegum vanskilum) í janúar 2011
  • Að hafa ekki verið í vanskilum síðastliðin þrjú ár, 2007-2009
  • Að hafa sýnt rekstrarhagnað (EBITDA) þrjú ár í röð, 2007-2009
  • Að ársniðurstaða hafi verið jákvæð þrjú ár í röð
  • Að eignir hafi verið minnst 80 milljónir kr. öll þrjú rekstrarárin
  • Að eigið fé hafi verið 20% eða meira árin 2007-2009

Rannveig Rist þakkaði Creditinfo fyrir þessa þýðingarmiklu viðurkenningu og óskaði öðrum fyrirtækjum á listanum til hamingju með sinn árangur.

Rannveig benti á að árið 2010 hefði verið gott í rekstri álversins í Straumsvík; ekki aðeins hefðu met verið slegin hvað varðar framleiðslu, öryggismál og marga umhverfismælikvarða, heldur hefði raforkusamningur einnig verið endurnýjaður og ákvörðun tekin um 57 milljarða fjárfestingu vegna endurbóta á álverinu sem kalla mun á hundruð ársverka.


Rannveig Rist tekur við viðurkenningu Creditinfo úr hendi Árna Páls Árnasonar efnahags- og viðskiptaráðherra. Til vinstri er Reynir Grétarsson stjórnarformaður Creditinfo.


Fulltrúar fjögurra af fimm efstu fyrirtækjunum á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki (Alcan, Össurar, CCP og Stálskipa), ásamt efnahags- og viðskiptaráðherra og stjórnarformanni Creditinfo.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar